Veiðileyfi eru seld í veitingarhúsinu við Hraunfossa (opið frá 10 til 18) eða í gengum netið með því að senda póst á netfangið runas@hive.is
Allar upplýsingar um veiði á Arnavatnsheiði sunnanverðri veita Snorri H. Jóhannesson veiðivörður í síma 892 5052 eða Kristrún Snorradóttir með tölvupósti á netfangið runas@hive.is
Athugið að til að komast á sunnanverða Arnarvatnsheiði þarf að fara yfir vað á Norðlingafljóti sem einungis er fært jeppum.
Gangið vel um, sýnið náttúrunni virðingu og njótið verunnar á heiðinni.
Smelltu HÉR til að skoða kort af vesturhluta veiðisvæðisins pdf-formi og smelltu HÉR til að sjá kort af austurhluta veiðisvæðisins á pdf-formi. Á þessum kortum má sjá vötnin, árnar, læki, mörk veiðisvæðisins, slóða, hvar veðihús og skálar eru staðsett, reiðleiðir og girðingarstæði.
Ef þið hafið skemmtilegar minningar eða myndir úr veiðiferðum á
Arnarvatnsheiði sem þið viljið deila með öðrum áhugamönnum um stangveiði er um að gera að senda þær á netfangið runas@hive.is og við munum, birta þær hérna á síðunni.