Arnarvatnsheiði

Facebook leikur Opnum 15 júní Tæknileg vandamál Opnað þann 15 júní og útlitið gott Dagatölin uppfærð eftir 2 apríl

Fréttir

Facebook leikur


Núna ætlum við að skella í smá leik á facebook ! 
Endilega kíkið á Arnarvatnsheiði á facebook og lesið síðustu færslu og aldrei að vita nema að þú fáir 2 veiðileyfi á heiðinna. 
Lesa meira

Opnum 15 júní

Falleg nótt við Hávaðavatn
 Opnum þann 15 næstkomandi. Útlitið á heiðinni er óvenju gott eftir mildan vetur og gott vor, samt er vatnsstaðan í vötnunum fín. Vonumst eftir því að aflinn verði feitur og flottur eftir gott vor. Lesa meira

Tæknileg vandamál


Góðan daginn. 
 Við höfum verið að kljást við vandamál tengd netþjóni og því hefur ekki verið hægt að svara mönnum. Öllum fyrirspurnum hefur verð safnað saman og menn fá vonandi svar hið fyrsta. Við höfum gefist upp á að bíða eftir að villa í netþjóni sem þjónustar @hive.is netföng verði lagfærð og munum þvi skipta um netfang. Verið er að vinna í því og munum við uppfæra allar upplýsingar hér þegar sú vinna er búin. 
 Við viljum benda mönnum á að senda inn fyrirspurnir hérna frekar en "replay" á gamla tölvupósta ! Við vonum að þetta verið allt komið í samt lag hið fyrsta og biðjumst velvirðingar á þessu ! 

Opnað þann 15 júní og útlitið gott

Úlfsvatns vaðið efitr lagfæringar
  Veiðitímabilið þetta árið hefst þann 15 júní og er útlitið á svæðinu gott. Núna er búið að standsetja húsin á heiðinni og kanna útlitið á vegum og vöðum. Mikill munur er á ástandinu frá því í fyrra og engir skaflar á svæðinu.

Lesa meira

Dagatölin uppfærð eftir 2 apríl

Álftakrókur
Þeir sem hafa bókað hús á heiðinni núna í sumar þurfa að greiða fyrir 2 apríl, ef ekki þá falla bókanirnar úr. Þvi viljum við minna menn á að borga á tilsettum tíma og einnig benda þeim sem huga að ferð en hafa rekið sig á að drauma dagarnir eru ekki lausir, að skoða dagatölin eftir 2 apríl. Dagatölin verða uppfærð og þeir sem ekki hafa greitt missa sína daga þar með geta orðið breytingar á því hvenær húsin eru laus. 

Svæði

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf